Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024-2027 verða kynnt á rafrænum íbúafundi mánudaginn 20. nóvember kl. 17-18.
Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Fundarstjóri verður Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, en Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, kynnir helstu þætti í fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins til næstu ára.
Að lokinni kynningu Heimis verður opnað fyrir spurningar fundarfólks og verða bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til svara.
Fundurinn verður haldinn á Teams kl. 17 mánudaginn 20. nóvember.
UMMÆLI