Fiskideginum mikla aflýst aftur

Fiskideginum mikla aflýst aftur

Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík hef­ur verið af­lýst í ár vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þetta var ákveðið á stjórn­ar­fundi í lok mars en tilkynning send út í dag. Hátíðinni var einnig frestað í fyrra vegna kórónuveirunnar en Fiskidagurinn stefndi þá að því að fagna 20 ára afmæli sínu.

„Fiskidagurinn mikli er þannig uppbyggður að við getum aldrei stjórnað fjölda þeirra gesta sem sækja okkur heim, við getum ekki skipt upp í hólf, ekki haft fjarlægðarreglur, og svo framvegis. Fiskidagurinn mikli sem er matarhátíð er ekki haldinn fyrr en grímunum hefur verið sleppt og ótakmarkaður gestafjöldi leyfður og að gestir geti knúsast áhyggjulaust að hætti Fiskidagsins mikla svo að fátt eitt sé nefnt. Það kostar mikla vinnu að skipuleggja svona stóra hátíð og óvissan er of mikil til þess að leggja af stað í þetta stóra verkefni. Við tökum enga áhættu og sýnum ábyrgð í verki, við teljum að það verði ekki kominn timi til að safna saman 30.000 manns eftir 3 mánuði,“ segír í tilkynningunni.

Skipuleggjendur hátíðarinnar þakka styrktaraðilum fyrir stuðninginn og vona að þeir styðji við bakið á hátíðinni aftur að ári. „Veriði velkomin á Fiskidaginn mikla í ágúst 2022 þegar við höldum upp á 20 ára afmælið.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó