Finnsk vika í Hofi

Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson.

Menningarfélag Akureyrar býður til finnskrar viku í Hofi dagana 16.–22. október. Tilefnið er aldarafmæli finnska lýðveldisins og því verður finnsk menning í hávegum höfð.

„Af þessu tilefni hefur Menningarfélag Akureyrar sett saman áhugaverða dagskrá í samstarfi við ólíka aðila sem allir vilja halda uppi merkjum finnskrar menningar,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri MAk. „Kveikjan er stórtónleikarnir Finlandia og Frón þar sem finnski stjórnandinn Peter Sakari stýrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem flytur verk Sibeliusar, en verkið hefur sterk tengsl við lýðveldisbaráttu Finnlands. Það er því ekki að ástæðulausu að sendiherra Finnlands, Valtteri Hirvonen, mun heiðra okkur með nærveru sinni og fjalla um þessi tengsl fyrir áhugsama tónleikagesti áður en tónleikarnir sjálfir hefjast.“ segir Kristín Sóley.

Upplestur verður fyrir hádegisverðargesti 1862 Nordic Bistro frá mánudegi til föstudags. Miðvikudaginn 18. október verður boðið upp á bíósýningar í samstarfi við finnska sendiráðið þar sem verða sýndar finnskar kvikmyndir með enskum texta. Matti Kallieo mun spila finnsta tónlist fyrir matargesti Nönnu yfir helgina. Margt fleira verður í boði yfir vikuna meðal annars kvikmyndasýningar og spurningakeppnir en nánar má lesa um dagskrá vikunnar á Akureyri.is.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó