Fimmta bylgjan

Fimmta bylgjan

Hvað er femínisti?

Eftir að hafa verið í kynjafræði áfanga í vetur og skoðað hugtakið femínista sem ég vissi í raun og veru ekkert mikið um , er ég orðin margs vísar. Femínismi er stefna sem berst fyrir jafnrétti kynjanna, hann er  svo fjölbreyttur og margbreytilegur eins og við öll. Hann getur verið pólitík, hreyfing og kenningar  svo eitthvað sé nefnt. Það er í raun og veru erfitt að skilgreina femínisma sem eitthvað eitt þar sem það eru til svo margar týpur. Það eru t.d. borgaralegur femínismi , frjálslyndur, sósíalískur, marxískur og upp úr 1970 fóru róttækir femínistar upp kollinum. 

Hvernig skil ég hann?

Ég skil femínista þannig að við sem manneskjur viljum jafnrétti fyrir bæði kynin. Það er að segja að við eigum að vera öll jöfn á öllum sviðum lífsins.

Fjórar bylgjur

Talað er um fjórar bylgjur femínismans sem allar hafa skilað einhverju jákvæðu. Fyrsta bylgjan byrjaði þegar var verið að berjast fyrir kosningarétti kvenna  sem þær fengu loksins þann 19. Júní. 1915. Önnur bylgjan hófst um 1960 en þá komu ýmsir hópar femínisma fram og var hver og einn þeirra með sína hugmyndafræði um hvernig væri best að ná jafnrétti. Þriðja bylgjan hófst á 10 áratug síðustu aldar en með þessari bylgju var barist fyrir fjölbreytileika. Fjórða bylgjan er sú sem er í dag eða þannig skildi ég hana þegar að ég byrjaði í kynjafræðinni og fór að velta öllu þessu fyrir mér.

Eftir að hafa vafrað um netið, lesið greinar, athugasemdir og annað netinu er ég ekki sannfærð um að jafnréttisbaráttan hér á landi sé að stefna í rétta átt.  Ég velti því fyrir mér hvort „ fimmta bylgjan‘‘ sé hafin. Það sem ég sé eru hópar af körlum og konum sem eru að ráðast gegn hvort öðru á samfélagsmiðlum. Það sem að einstaklingar hafa verið að láta út úr sér í nafni femínistans er miður fallegt. Þetta fólk er að rakka hvort annað niður og svívirðingarnar sem eru látnar falla eru virkilega ljótar. Erum við í kynjastríði en ekki jafnréttisbaráttu? Eru þessir einstaklingar að reyna að ná sér niður á hvor öðru? Eða er hugsanlegt að sumir einstaklingar séu að nota hugtakið á rangan hátt? Þetta eru spurningar sem ég hef velt fyrir mér og niðurstaðan sem ég kemst að er alltaf sú sama og það er að einstaklingar séu að nota hugtakið á rangan hátt. Einnig tel ég líka að margir viti í raun og veru ekkert hvað femínisti er og hversu mörgu góðu hann hefur áorkað í þjóðfélaginu.  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó