Fimm úr Þór/KA í æfingahóp U23 landsliðsins

Anna Rakel Pétursdóttir

Íslandsmeistarar Þór/KA eiga fimm fulltrúa í æfingahópi U23 landsliðs kvenna. Freyr Alexandersson valdi 20 manna hóp sem mun æfa í Kórnum í Kópavogi dagana 24.-26. nóvember.

Þór/KA á næst flesta fulltrúa í hópnum en Breiðablik á flesta fulltrúa eða sjö talsins. Þær stelpur sem koma úr Þór/KA eru Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Hulda Björk Hannesdóttir.

Þær spiluðu allar stórt hlutverk í liði Þór/KA sem vann Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Andrea Mist spilaði 20 leiki og skoraði 1 mark. Anna Rakel, sem var á dögunum kölluð í A-landsliðsverkefni í fyrsta skipti, skoraði einnig 1 mark í 20 leikjum. Lillý Rut er annar fyrirliða Þór/KA og hún spilaði 16 leiki með liðinu í sumar en var frá um tíma vegna meiðsla. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði 7 mörk í 20 leikjum í sumar.

Hulda Björg Hannesdóttir er yngst af þeim sem valdar eru úr Þór/KA en hún er fædd árið 2000. Hún skoraði 2 mörk í 20 leikjum í sumar. Hún var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi í haust.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó