Fimm starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru með Covid-19 og ellefu eru í sóttkví. Þetta staðfestir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, í samtali við Rúv fréttastofu.
Ekki er vitað til þess að sjúklingar hafi smitast á spítalanum en ekki fæst upp gefið á hvaða deildum fólkið starfar.
Rúv greinir frá því að samkvæmt þeirra heimildum hafi tveir starfsmenn á fæðingardeild spítalans greinst með sjúkdóminn. Frá upphafi faraldursins hafa 53 starfsmenn sjúkrahússins farið í sóttkví og sex í einangrun vegna kórónuveirusmits.
Aðeins þrír eru á sjúkrahúsinu á Akureyri vegna sjúkdómsins af þeim 39 sem dvelja nú á sjúkrahúsi á öllu landinu. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Akureyri vegna sjúkdómsins.
Á Akureyri hafa samtals þrír verið í öndunarvél frá upphafi faraldursins, einn þeirra var ekki með barkaþræðingu. Tveir eru lausir úr vél en einn var fluttur á Landspítala til aðhlynningar. Þar hafa samtals þrettán verið í öndunarvél
Fréttin er unnin eftir fréttaheimildum Rúv.
UMMÆLI