NTC

Fimm sóttu um embætti rektors Háskólans á Akureyri

Fimm sóttu um embætti rektors Háskólans á Akureyri

Fimm hafa sótt um embætti rektros við Háskólann á Akureyri. Háskólaráð Háskólans á Akureyri auglýsti embætti rektors laust til umsóknar fyrr í haust. Umsóknarfrestur rann út 23. nóvember.

Ráðið verður í embættið til fimm ára og er upphaf starfstíma 1. júlí 2024. Háskólaráð mun á næstu dögum tilnefna þrjá fulltrúa til að meta hæfi umsækjenda Eftirtaldir aðilar sóttu um:

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College, Lewiston, Maine

Dr. Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst

Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi

Dr. Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Háskólaráð Háskólans á Akureyri tilnefnir rektor í samræmi við 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 10. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022 og starfar rektor í umboði háskólaráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó