Finnur Aðalbjörnsson hlaut fimm milljóna króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir verkefnið Náttúruböð í Eyjafirði.
Verkefnið felst í undirbúningsvinnu vegna uppbyggingar náttúrubaða í Eyjafirði. Það felur í sér hönnun á mannvirkjum, breytinga á aðal- og deiliskipulagi ásamt öðrum undirbúningi fyrir slíka framkvæmd.
Búið er að tryggja nýtingarrétt á vatninu og sveitarfélagið gefið vilyrði fyrir framgangi verkefnisins, m.a. í tengslum við skipulagsbreytingar. Hönnuðir, arkitektar, verktakar og aðrir hagsmunaaðilar eru tilbúnir að keyra verkefnið áfram af krafti og er stefnt að opnun um vorið 2022.