Það fjölgar áfram í sóttkví á Norðurlandi eystra en í dag eru skráðir fimm einstaklingar í sóttkví á svæðinu samanborið við þrjá í gær.
Enn eru tvö virk smit á svæðinu, á Húsasvík og í Mývatnssveit. Bæði smitin voru greind á landamærunum hjá einstaklingum sem voru að koma heim að utan.