NTC

Fimm hafa greinst með Covid í Grímsey og nær öll eyjan í sóttkví

Fimm hafa greinst með Covid í Grímsey og nær öll eyjan í sóttkví

Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í Grímsey. Fyrstu tvö smitin greindust í síðustu viku og fóru nær allir á eyjunni í sóttkví í kjölfarið, ýmist í sjálfskipaða sóttkví eða formlega sóttkví. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að undanfarnir dagar hafa verið furðulegir í Grímsey. Nú sé hins vegar sóttkví lokið hjá flestum.

Eyjan hafi verið heppin hingað til en í sumar hafi ferðamannastraumurinn verið meiri en síðasta sumar og það gæti skýrt stöðuna sem nú er komin upp.  

„Við losnuðum úr sóttkví í gær. Við vorum skimuð á sunnudag en það kemur hingað læknir frá Akureyri á þriggja vikna fresti og hann var að koma með örvunarskammtinn fyrir okkur sem fengum Janssen-bóluefnið. Hann kom þá líka með græjur til að skima í leiðinni,“ sagði Karen Nótt í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Hlustaðu á viðtalið við Karen Nótt í Morgunútvarpinu á Rás 2 með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI