Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór illa að ráði sínu í Sumy í Úkraínu í dag þar sem liðið mætti heimamönnum í undankeppni EM 2018. Úkraínumenn unnu tveggja marka sigur, 27-25.
Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason, Arnór Atlason og Arnór Þór Gunnarsson spiluðu allir stórt hlutverk í leiknum. Guðmundur Hólmar stóð í hjarta varnarinnar stóran hluta leiksins en lék ekkert með í sókninni.
Arnór Þór skoraði þrjú mörk úr sex skotum og nafni hans Atlason var með tvö mörk úr þremur skotum.
Igor Kopyshynskyi, nýjasti liðsmaður Akureyri Handboltafélags, er í úkraínska landsliðshópnum en kom ekki við sögu í leiknum í dag.
Sjá einnig
Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum
UMMÆLI