Áætlunarferðum frá Dalvíkur til Grímseyjar með ferjunni Sæfara hefur verið fjölgað úr þremur ferðum í fjórar á viku yfir vetrartímann. Í sumar verður áætlunarferðunum svo fjölgað upp í fimm ferðir á viku. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.
Þá hefur fargjald fyrir fullorðna einnig verið lækkað töluvert, eða úr 4850 kr. í 3500 kr. „Þessar breytingar verða sannarlega til að bæta samgöngur við Grímsey og vonandi leiða þær einnig til þess að heimsóknum ferðafólks til þessa útvarðar Akureyrarkaupstaðar í norðri fjölgi,“ segir á vef Akureyrarbæjar.
UMMÆLI