Ferðamenn sektaðir fyrir utanvegaakstur

Hverfjall

Hverfjall

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að náðst hefði til ökumanna sem óku utanvegar í hlíðum Hverfjalls á þriðjudaginn 13. des. Lögreglu bárust upplýsingar um utanvegaaksturinn og náðu með útsjónarsemi að hafa uppi á umræddum ökumönnum sem höfðu verið 2 að verki og voru erlendir ferðamenn.

„Hér er því miður um að ræða málaflokk sem erfitt virðist vera að stöðva, en krefst í raun eftirlits og umræðu alls samfélagsins til að útskýra og leiðbeina ef ekki á illa að fara í náttúru Íslands,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar.

Ferðamennirnir voru hvor um sig sektaðir um 100 þúsund krónur til ríkissjóðs og málinu lokið þar með.

Á myndinni sem birt var á Facebook síðu lögreglunnar má sjá hjólför eftir ökumennina

Á myndinni sem birt var á Facebook síðu lögreglunnar má sjá hjólför eftir ökumennina

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó