NTC

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar í „Fræðslu í ferðaþjónustu“

Þann 15. maí 2018 var undirritaður þríhliða samningur milli SÍMEY, Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um að Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar taki þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu”. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið. Í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar eru 26 fyrirtæki, veitinga- og gististaðir, afþreyingarfyrirtæki o.fl. Í stjórn félagsins eru Sesselja I Barðdal Reynisdóttir, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Samningurinn tekur strax gildi og er hann til sextán mánuða, til september 2019. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsfólk innan fyrirtækjanna sem eru í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar. Í stýrihópnum eru stjórnarmeðliðimir sem munu vinna að verkefninu með Helga Þorbirni Svavarssyni og Emili Björnssyni verkefnastjórum SÍMEY og Hildi Betty Kristjánsdóttur, starfsmanni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Meðal þess sem verður unnið í þessu tilraunaverkefni er að setja upp fræðsluáætlun fyrir Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar. Það verður gert í kjölfar vinnu stýrihópsins innan fyrirtækisins og áðurgreindra sem stýra verkefninu fyrir hönd SÍMEY og Hæfnisetursins.

Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að í byrjun árs 2017 var sett á stofn Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem hefur það að markmiði að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu. Það hefur með höndum að greina þörfina fyrir fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu, sem eins og kunnugt er hefur vaxið mjög að umfangi á síðustu árum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó