Ferðamaður féll við Skjálfandafljót

Ferðamaður féll við Skjálfandafljót

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag þegar tilkynning barst um að maður hefði fallið í Skjálfandafljót við Goðafoss.

Ferðamaðurinn féll í Hansens gat en ekki í Goðafoss eins og fyrst var haldið fram. En Hansens gat er við Geitafoss og var fallið um átta metrar.

Manninum var komið til bjargar og er kominn á sjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn var blautur og kaldur en hann hafði þá legið í gatinum í um 75 mínútur með skerta meðvitund með áverka á höfði og hrygg.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó