Ferð um hið innra landslagBrynja Baldursdóttir. Ljósmynd: Listasafnið á Akureyri

Ferð um hið innra landslag

Þriðjudaginn 18. mars næstkomandi frá klukkan 17 til 17:40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Ferð um hið innra landslag og aðgangur er ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafninu. Þar segir einnig:

Í fyrirlestrinum fjallar Brynja um listsköpun sína og helstu viðfangsefni. Hún vinnur gjarnan með bækur sem listform, innsetningar, vídeó og skúlptúrverk.

Uppsprettan er ávallt hinn sammannlegi reynsluheimur, þar sem allt er í stöðugri mótun og umbreytist við hverja nýja upplifun og reynslu. 

Brynja Baldursdóttir hefur búið og starfað að list sinni á Siglufirði undanfarna áratugi. Hún stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1982-1986, mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D. nám við sama skóla 1989-1992. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Gilfélagsins.

Sambíó
Sambíó