NTC

Fataskiptislá í MA: „Verum partur af lausninni“

Fataskiptislá í MA: „Verum partur af lausninni“

Umhverfisnefnd MA kynnti fyrr í vikunni nýtt og spennandi verkefni í skólanum en nú má finna fataskiptislá framan við bókasafn skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans þar sem segir að fólki sé frjálst að koma með fatnað og/eða taka af sláni eftir því hvað hentar hverju sinni.

Í tilkynningu frá umhverfisnefndinni segir að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll.

„Frá árinu 2000 hefur framleiðsla á fötum nær tvöfaldast á sama tíma og þau enda fyrr í ruslinu. Aukinni áherslu framleiðenda og kaupenda á svokallaðri skynditísku (Fast Fashion) er að mestu leyti um að kenna. Umhverfisnefnd MA hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til að sporna við frekari sóun:

Verum partur af lausninni en ekki vandanum! Kaupum minna, kaupum notað, notum lengur, gerum við og endurvinnum meira.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó