Ísland tekur í annað skipti þátt í svokölluðum Nordic Swap Day en dagurinn er einnig haldinn víða í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Fataskiptimarkaður verður haldinn víðsvegar um landið kl. 13-16 laugardaginn 6. apríl og á Akureyri á vegum Ungmenna-Hússins á Amtsbókasafninu í Brekkugötunni.
Markmiðið er að fólk komi með föt sem það notar ekki lengur og fái önnur í staðinn. Æskilegt er að allir sem ætla að koma með föt, geri það áður en sjálfur viðburðurinn byrjar klukkan 13. Eftir markaðinn verður farið með allt sem út af stendur á nytjamarkað í bænum.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Hins Hússins, Landverndar, Umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ og nokkurra ungmennhúsa á landinu.
UMMÆLI