NTC

Fasteignaverð hefur hækkað mest á Akureyri það sem af er ári

Fasteignaverð hefur hækkað mest á Akureyri það sem af er ári

Fasteignaverð á Akureyri hækkaði um 3 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hækkunin á Akureyri milli ársfjórðunga er sú mesta á landinu en almennt hafa verið litlar breytingar á þróun íbúðaverðs í stærri þéttbýliskjörnum landsins. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Í Árborg og á höfuðborgarsvæðinu stóð verð í stað, en lækkaði um 1 prósent í Reykjanesbæ og hækkaði um 1 prósent á Akranesi

Ef skoðaðir eru síðustu 12 mánuðir, 1 ár, er hækkunin mest á Akranesi eða um 10 prósent. Minnsta hækkunin síðasta árið er í Reykjanesbæ þar sem íbúðaverð hefur einungis hækkað um 0,3 prósent. Á Akureyri er hækkunin síðasta árið tæp 6 prósent.

Sambíó

UMMÆLI