Fast­eigna­verð á Ak­ur­eyri hækkað um 21%

Fast­eigna­markaður­inn á Ak­ur­eyri hef­ur rokið upp á síðkastið. Í októ­ber hafði fast­eigna­verð á Ak­ur­eyri hækkað um 21% milli ára, sem er mesta hækk­un á árs­grund­velli frá því um 2006. Á sama tíma á höfuðborgasvæðinu hefur fasteignarverð hækkað um 17%  Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu Íbúðalána­sjóðs.

„Að und­an­förnu hef­ur íbú­um Ak­ur­eyr­ar fjölgað jafnt og þétt. Í byrj­un októ­ber bjuggu 18.710 manns á Ak­ur­eyri og hafði íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum árs­ins. Til sam­an­b­urðar fjölgaði íbú­um um 140 á sama tíma 2016. Bú­ast má við því að fjölg­un íbúa á svæðinu hafi ýtt und­ir aukna eft­ir­spurn eft­ir hús­næði sem skýr­ir að ein­hverju leyti verðhækk­un­ina á svæðinu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Að jafnaði kem­ur meg­in­drif­kraft­ur­inn í hækk­un fast­eigna­verðs til af hefðbundn­um áhrifaþátt­um eins og þróun kaup­mátt­ar, tekna og at­vinnu­stigs. All­ir þess­ir þætt­ir stefna nú í þá átt að ýta und­ir hækk­un fast­eigna­verðs. Þessu til viðbót­ar er nokkuð ljóst að veru­lega vant­ar á að fram­boð íbúða anni eft­ir­spurn og greini­lega er þörf á nýj­um íbúðum inn á markaðinn til þess að hægt sé að anna eft­ir­spurn. Flest­ir und­ir­liggj­andi þætt­ir vísa því í áfram­hald­andi hækk­un fast­eigna­verðs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó