NTC

Farðu úr bænum – Villi Vandræðaskáld

Farðu úr bænum – Villi Vandræðaskáld

Vilhjálmur B. Bragason, eða Villi Vandræðaskáld, er nýjasti gestur Kötu Vignis í hlaðvarpinu Farðu úr bænum. Þú getur hlustað á þáttinn hér að neðan.

„Við fórum í gegnum hans fjölbreytta feril með stoppum hér og þar, leiklist, tónlist, handritsskrif, London og margt fleira kom þar við sögu. Hann sagði mér frá menntaskólaárum sínum þar sem hann naut þess að vera aðeins öðruvísi en flestir sem hann gerði til dæmis með því að mæta í frakka og með skjalatösku í skólann. Villi er einstaklega fyndinn og það er algjör lífsins lukka að fá að hlusta á hann segja frá. Njótið,“ segir Kata um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI