Fannar Logi með brons á heimsmeistaramóti ungmenna

Nú stendur yfir heimsmeistaramót fatlaðra ungmenna í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í Nottwil í Sviss. Mótið hófst í gær.

Akureyringurinn Fannar Logi Jóhannesson keppir fyrir íþróttafélagið Eik á mótinu. Hann tók þátt í langstökki þroskahamlaðra keppenda á fyrsta keppnisdegi. Fannar bættin sinn besta persónulega árangur og stökk 4,91 meter. Það stökk tryggði honum brons í greininni.

Árangur íslensku keppendanna á fyrsta keppnisdegi í Sviss:
Fannar Logi Jóhannesson – langstökk F20 – 4,91m

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – 200m hlaup T37 – 4. sæti – tími: 33,17 sek.

Helena Ósk Hilmarsdóttir – 200m hlaup T38 – 13. sæti – tími: 38,20 sek.

Erlingur Ísar Viðarsson – 200m hlaup T37 – 12. sæti – tími 31,46 sek.

Hægt er að sjá mótið í beinni útsendingu á netinu hér.
Mynd/ Egill Þór – Fannar Logi til hægri með bronsverðlaunin sín.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó