NTC

Fann fjölina sína í sjávarútvegstengdu námi

Fann fjölina sína í sjávarútvegstengdu námi

Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði hefur búið alla sína tíð í Sandgerði, ef frá eru talin árin er hann stundaði nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.

Kristófer Máni flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík. Hann sagði frá skólagöngu sinni og mikilvægi þess að boðið sé upp á vandað nám sem tengist sjávarútvegi, enda greinin undirstaða velmegunar á Íslandi.

NTC

Ákvað að þiggja boðið og segja sína sögu

Að loknu hefðbundnu grunnskólanámi fór Kristófer Máni í fjölbrautarskóla. Ýmissa hluta vegna flosnaði hann upp úr náminu, „enda ekki agaður námsmaður á þessum árum,“ eins og Kristófer Máni komst að orði í erindi sínu.

„ Sjávarútvegsráðstefnan er stór samkoma og ég get varla talist vanur ræðumaður. Ég ákvað að þiggja boðið og segja mína sögu, meðal annars til að minna á mikilvægi menntastofnana sem tengjast sjávarútvegi. Líka til að minna á að það eru ýmsar leiðir færar, þótt maður finni sig ekki í einhverju tilteknu skólakerfi.“

Var orðinn áhugalaus um að ganga menntaveginn

Kristófer Máni flytur erindi sitt á Sjávarútvegsráðstefnunni

Í Sandgerði snýst lífið að stórum hluta um sjávarútveg. Á unglingsárunum vann Kristófer Máni hjá afa sínum í steinbítsvinnslu og kynntist þar atvinnugreininni.

„ Eins og gengur og gerist lá leiðin í fjölbrautarskóla en eftir tvö ár var ég orðin gjörsamlega áhugalaus um að ganga menntaveginn, fjölbrautakerfið átti hreinlega ekki við mig og ég hætti námi. Pabbi benti mér fljótlega á Fisktækniskólann í Grindavík og úr varð að ég kynnti mér námið, sem er bæði bóklegt og verklegt. Þetta fyrirkomulag hentaði mér einstaklega vel og kennararnir héldu manni við efnið og veittu auk þess góða innsýn í íslenskan sjávarútveg í víðum skilningi. Samhliða grunnnámi í fisktækni var ég líka í gæðastjórnunarnámi í Fisktækniskólanum, sem tók eitt ár. Ég útskrifaðist 2018 og hafði fullan hug á að mennta mig enn frekar í sjávarútvegi.“

NTC

Sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur

Kristófer Máni sótti um nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri og fékk inngöngu, enda fyrra nám metið.

„Ég fann strax að þessar tvær námsleiðir í Fisktækniskólanum höfðu veitt mér góðan grunn til háskólanáms og ég útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri sem sjávarútvegs- og 

Bleikjuvinnslan i Sandgerði er vel búin

viðskiptafræðingur. Námið er fjölbreytt, svo sem að búa til viðskipta-, markaðs- og kynningaráætlanir. Sömuleiðis afla nemendur sér þekkingar á helstu veiði- og vinnsluaðferðum, svo dæmi séu tekin. Þetta nám er klárlega góður grunnur fyrir enn frekara háskólanám og líka tilvalinn undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu eins og í mínu tilviki.“

Krefjandi og skemmtileg verkefni vinnunni

Kristófer Máni er verkstjóri í vinnsluhúsi Samherja fiskeldis í Sandgerði, auk þess sem hann sinnir gæðamálum.

„ Þetta er vel búin hátæknivinnsla og ég díla við krefjandi en skemmtileg verkefni á hverjum degi. Við fáum til okkar lifandi fisk, slátrum og framleiðum alls konar afurðir, ferskar og frystar. Ísland er á heimsmælikvarða í flestu sem tengist sjávarútvegi. Við erum með bestu nýsköpunarfyrirtækin, höfum bestu sjómennina, flottustu vinnslurnar og besta hráefnið.

Á síðustu árum hafa orðið miklar tækniframfarir og nýjungar í sjávarútveginum. Þar má nefna brautryðjandi tækni frá 

Bleikjan fer aðallega á erlenda markaði

Völku og Marel og hámörkun verðmæta á hliðarafurðum í lyfja- og lækningagreinum. Einnig má nefna þá miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í landeldi hérna á Suðurlandi. Við eigum hiklaust að leggja áherslu á mikilvægi þess að Ísland bjóði upp á það besta í námi í sjávarútvegstengdum greinum. Við megum ekki missa sjónar á því að sjávarútvegurinn er og verður undirstaða velmegunar á Íslandi,“ segir Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði.

Róbótar létta störfin
Bleikjuvinnsla Samherja fiskeldis í Sandgerði

Grein: Samherji.is

NTC
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó