NTC

Fanginn sem fannst meðvitundarlaus er látinn

Lögreglustöðin á Akureyri

Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangaklefa í fangelsinu á Akureyri síðastliðinn laugardag er nú látinn. Ríkisútvarpið greinir frá.

Maðurinn hét Eiríkur Fannar Traustason og var á fertugsaldri. Talið er að hann hafi svipt sig lífi.

Hann sat inni vegna alvarlegs kynferðisbrots sem hann var dæmdur fyrir í Hæstarétti í júní 2016. Eiríkur Fannar átti yfir höfði sér aðra ákæru fyrir kynferðisbrot. Það mál verður nú látið niður falla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó