Aðeins fimm fangar eru vistaðir í fangelsinu á Akureyri um þessar mundir þó fangelsið geti rúmað tíu manns. Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.
Í frétt Fréttablaðsins er vitnað í Pál Winkel, fangelsismálastjóra þar sem hann segir stofnunina fara sér hægt í að fjölga föngum á Akureyri í kjölfar sjálfsvígs í fangelsinu á dögunum.
Í fréttinni kemur einnig fram að meira en 500 fangar hér á landi bíði þess að geta hafið afplánun dóma sinna.
Sjá einnig
Enginn sálfræðingur komið í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015
UMMÆLI