Fálkaorður rötuðu norður yfir heiðar í gærLjósmynd: Forsetaembættið

Fálkaorður rötuðu norður yfir heiðar í gær

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi 14 íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Orðuhafar voru alls 16 talsins en tveir þeirra eru staddir erlendis og fá orðum sínum úthlutað seinna.

Einn orðuhafana þetta árið var Sigrún Stein­ars­dótt­ir Ell­ertsen, stofn­andi og um­sjón­ar­maður Mat­ar­gjafa Ak­ur­eyr­ar og ná­grenn­is og hlaut hún ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag sitt til mannúðar­mála í heima­byggð. Líkt og Kaffið hefur áður greint frá þá hætti Sigrún nýverið að sjá um Matargjafir en hún hefur sinnt þessu góðgerðarstarfi í tíu ár og er vel að orðunni komin. Fram kemur í umfjöllun mbl.is að hún sé enn að svipast um eftir einhverjum sem tekið geti við af henni.

Tveir fyrrum starfsmenn Háskólans á Akureyri voru einnig sæmdir fálkaorðu í gær. Stefán B. Sigurðsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, fékk riddarakross fyrir störf í þágu menntunar, vísinda og félagsmála og Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, fékk svo riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Eins og fram kemur í umfjöllun Akureyri.net þá starfaði Margrét við Háskólann á Akureyri frá stofnun hans árið 1987, en hún var fyrsti námsbrautarstjóri hjúkrunarbrautar skólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó