Fagna 40 árum frá goslokum KröflueldaVíti í Kröflu. Ljósmynd: Kaffið/RFJ

Fagna 40 árum frá goslokum Kröfluelda

Goslokahátíð Kröflu verður haldin í Mývatnssveit í fyrsta sinn dagana 20. til 22. september næstkomandi. Um er að ræða nýja menningarhátíð í Mývatnssveit, styrkt m.a. af Landsvirkjun, sem fagnar goslokum Kröfluelda þann 18. september 1984.

Á Facebook viðburði hátíðarinnar er hægt að fylgjast með dagskránni eftir því sem hún skýrist, en skipuleggjendur lofa stútfullri dagskrá með lifandi tónlist, vísindastofu, frumsýningu heimildarmyndar, grilli og ýmsu fleiru.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó