NTC

Færri komast að en vilja í MA

Menntaskólinn á Akureyri

210 manns var veitt skólavist í Menntaskólanum á Akureyri en nýverið var gengið frá innritun nýrra nemenda í MA fyrir skólaárið 2017-2018.

Umsóknir voru fleiri en búist var við en alls sóttu 228 nemendur úr 10.bekk um MA sem fyrsta val og 104 til viðbótar höfðu MA í öðru sæti.

Töluverð fækkun er á umsækjendum um sérstaka hraðlínu, þ.e. nemendur sem koma beint úr 9.bekk í framhaldsskóla. Svo mikil er hækkunin að MA mun ekki geta haft þau í sérstökum bekk líkt og hefur þekkst á undanförnum árum. Í staðin munu þessir nemendur vera í hefðbundnum 1.bekk en fá þjónustu sem hraðlínunemendur hafa hingað til fengið.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó