NTC

Færðu öldrunarheimilunum spjaldtölvur að gjöfGuðjón Andri Gylfason og Ingibjörg Elín Jónasdóttir færðu Öldrunarheimilum Akureyrar spjaldtölvurnar fyrir hönd Lionsklúbbanna.

Færðu öldrunarheimilunum spjaldtölvur að gjöf

Þó nokkur félagasamtök í bænum og víðar á landinu hafa lagt sitt að mörkum undanfarið í baráttunni við covid-19.

Í gær komu sex Lionsklúbbar á Akureyri og úr Eyjafjarðarsveit færandi hendi á öldrunarheimil Akureyrar með átta Samsung TabA spjaldtölvur. Í tilkynningu frá Lionsklúbbunum segir að þeir hefðu gjarnan vilja gefa fleiri tölvur en þar sem þær væru ófáanlegar um þessar mundir hefði það ekki gengið upp.

,,Við vonum að spjöldin komi sér vel nú sem og í framtíð. Gleðilega páska og verið dugleg að heyra í ættingjum og vinum yfir hátíðarnar en höldum okkur heima,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó