NTC

Færði Lystigarðinum 1 milljón króna að gjöf

Færði Lystigarðinum 1 milljón króna að gjöf

Reynir Gretarsson sem rekur veitingastaðinn Lyst í Lystigarði Akureyrar færði morgun Akureyrarbæ 1 milljón króna að gjöf sem hann vonar að nýtist vel í rekstri garðsins. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Við erum afar ánægð með hvernig tókst til með útitónleikaröðina í Lystigarðinum í sumar. Tónleikarnir voru vel sóttir og það var frábært að sjá hversu margir komu saman til að njóta tónlistar undir berum himni. Þetta var einstakt tækifæri til að sameina fólk sem kann að njóta góðrar tónlistar og styðja um leið við gott málefni sem rekstur Lystigarðsins sannarlega er.

Við vonum innilega að það fjármagn sem safnaðist nýtist vel í vetrarstarfsemi garðsins og öðrum mikilvægum verkefnum. Tónlist og samfélag skipta miklu máli, og við erum þakklát fyrir öll þau sem lögðu sitt af mörkum til að gera þessa viðburði að veruleika. Við hlökkum til að halda áfram að efla menningu og samveru hér á LYST og í Lystigarðinum,“ sagði Reynir Gretarsson þegar hann afhenti ávísun að upphæð 1 milljón króna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó