NTC

Fæðingarafmælis Kristjáns frá Djúpalæk minnst

a-kris

Kristján frá Djúpalæk

100 ára fæðingarafmælis skáldsins Kristjáns frá Djúpalæk verður minnst með dagskrá sunnudaginn 6. nóvember kl. 14 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi en Kristján fæddist 16. júlí 1916.

Fram koma kammerkórinn Hymnodia sem flytur nokkur laga skáldsins, vandræðaskáldin þau Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason flytja nokkur verka skáldsins í tali og tónum, söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir og píanóleikarinn Daníel Þorsteinsson flytja lög úr Pílu pínu, Aðalbjörg Bragadóttir flytur erindi um sérstöðu ljóðagerðar Kristjáns og Héraðsskjalasafnið kynnir fyrirhugaða sýningu safnsins um skáldið og verk hans.

Dagskráin er unnin í samvinnu Amtsbókasafnsins, Héraðsskjalasafnsins, Minjasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og Menningarfélags Akureyrar. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

Sambíó

UMMÆLI