Blakkonan Ekaterina Antrópova sem spilar fyrir lið Ítala á Ólympíuleikunum er fædd á Akureyri. Hún flutti frá Íslandi þriggja mánaða gömul og ólst upp í Sankti Pétursborg. Síðar flutti hún til Ítalíu og spilar nú með landsliði Ítala ásamt því að spila í kvennablaksdeildinni þar. Foreldrar hennar bjuggu hér um tíma og spilaði faðir hennar, Michael Antropov, með Tindastól á árunum 2000-2003. Móðir hennar, Olga, spilaði handbolta með Rússneska landsliðinu og því íþróttamennskan Ekaterina í blóði borin.
Eins og staðan er núna hefur ítalska kvennablaksliðið unnið báða leiki í sínum riðli, gegn Brasilíu og Egyptalandi, en spilar næst gegn Póllandi nú á laugardaginn, sem hefur sömuleiðis unnið sína leiki gegn Brasilíu og Póllandi.
Uppfærsla: Ítalir leika nú til úrslita gegn Bandaríkjamönnum á morgun. Fylgist með henni Ekaterina Antrópova í æsispennandi leik á morgun klukkan 11.
UMMÆLI