Framsókn

Facebook svindl – Deilir profile myndinni þinni og hótar að loka aðganginum

Það er ýmislegt sem þarf að varast í þessum stafræna heimi sem við búum í og mikilvægt að sjá í gegnum hvenær er verið að svindla á okkur.
Nú er vel úthugsað svindl í fullri sveiflu á samskiptamiðlinum Facebook. Passaðu þig á þessu því þetta er EKKI Facebook, þetta eru svindlarar sem eru að reyna að fá lykilorðin þín, persónulegar upplýsingar og kortanúmer.

Svindlið virkar þannig að þú færð tilkynningu um að FB Safety Centre hafi deilt myndinni þinni. Þú ýtir á það og sérð að FB Safety Centre deilir myndinni þinni og skrifar að þú verðir að staðfesta facebook-aðganginn þinn innan 24 klukkustunda, annars verði honum lokað og þú getir aldrei opnað hann aftur.
Þegar þú ýtir á þetta biður hann þig um að staðfesta netfang og lykilorð, síðan varalykilorðið þitt og því næst biður hann um kortaupplýsingar. Facebook myndi aldrei deila myndinni þinni í leyfisleysi og því eru þetta einfaldlega glæpamenn sem starfa í gegnum facebook-síðu.

Ef þú gafst upp netfang og lykilorð þá skaltu breyta lykilorðinu þínu strax.
Allir sem lenda í þessu svindli ættu að fara inn á síðuna FB Safety Centre og ýta á Report. 
Hér að neðan er mynd af því hvernig þetta lítur út.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó