Fá styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍMynd/MA

Fá styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

Fimm fyrrverandi nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri fengu í fyrradag styrk frá Afreks- og hvatningasjóði stúdenta Háskóla Íslands.

Styrkurinn er veittur nýnemum við háskólann sem þegar hafa náð framúrskarandi árangri í námi og á öðrum sviðum, svo sem félagsstörf í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.

Nemendur sem fengu styrkinn eru Helga Viðarsdóttir, Inga Rakel Aradóttir, Magnús Máni Sigurgeirsson, Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir, og María Björk Friðriksdóttir.

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin og verðlaunahafa á vefsíðu Háskóla Íslands hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó