Eyrún og Bjarki á Hafrafellstungu eru bændur ársins í Norður-ÞingeyjarsýsluEyrún og Bjarki. Ljósmynd: Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Eyrún og Bjarki á Hafrafellstungu eru bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendur á Hafrafellstungu, þau Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson voru tilnefnd og valin sem bændur ársins 2023 af búnaðarsambandi Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Loftlagsvæns Landbúnaðar.

Hafrafellstunga hefur verið hluti af verkefninu Loftlagsvænn Landbúnaðar undanfarin þrjú ár. Eyrún og Bjarki reka þar sauðfjárbú með um 650 vetrarfóðruðum kindum sem er að sögn formanns búnaðarsambandsins, Einars Ófeigs Björnssonar, fyrirmyndarbú að ýmsu leyti:

„Hafrafellstunga er fyrirmyndarbú að ýmsu leiti. Þau hafa náð frábærum árangri í sinni fjárrækt á undanförnum árum. Það var góð vigt og mjög góð gerð síðastliðið haust og fitan nokkuð hæfileg. Einnig var töluverð líflambasala úr Tungu. Áhugi á að rækta og vernda forystufjárstofnin hefur einnig verið mikil. Þau í Tungu hvöttu einnig til að bændur hröðuðu innleiðingu á nýjum arfgerðum í sauðfé sem eiga að vera verndandi fyrir riðu bæði með sýnatökum á eigin búi og tillögum um stuðningni við verkefnið frá búnaðarsambandinu. Hafrafellstunga var eitt af fyrstu búunum til að taka þátt í Loftslagsvænum landbúnaði. Það verkefni stuðlar að betri nýtingu aðfanga og betriyfirsýn yfir kostnaðarliði við reksturinn og það er alltaf jákvætt, burt séð frá því hvaða skoðanir menn hafa í loftslagsumræðinni“.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó