Eyrarrósin 2018 auglýsir eftir umsóknum fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á landsbyggðinni

Eyrarrósin verður veitt í fjórtánda sinn í mars 2018, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

ByggðastofnunAir Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.

Verðlaunin eru veitt verkefnum sem hafa fest sig í sessi, eru vel rekin og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í sínu byggðarlagi.

Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta svo tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar sem verður afhent við hátíðlega athöfn 1. mars 2018. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar a endir verðlaunin.

Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 krónur. Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun; 500 þúsund hvort.

SÓTT ER UM HÉR

Öllum umsóknum verður svarað.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 15. JANÚAR 2018

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó