NTC

Eyjafjarðarbraut við Þverá lokað vegna vatnavaxta

Eyjafjarðarbraut við Þverá lokað vegna vatnavaxta

Lögreglan á Akureyri hefur lokað brúnni yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit vegna vatnavaxta og skemmda í veginum. Hægt er að fara Eyjafjarðarbraut vestari áfram en það var á fimmta tímanum í dag sem vegfarandi tilkynnti skemmdirnar til Vegagerðarinnar. Unnið er að viðgerðum á veginum, en gríðarlegir vatnavextir hafa verið á norðurlandi síðustu daga vegna hita og mikils vinds.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó