NTC

Evrópurútan heimsækir Akureyri

Evrópurútan heimsækir Akureyri

Í tilefni 30 ára afmælis samnings um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er Evrópurúta RANNÍS á ferð um landið í september til að vekja athygli á árangri Evrópuverkefna í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.

Evrópurútan og starfsfólk Ranníss og Sendinefndar Evrópusambandsins munu vera með opna viðburði þar sem íbúar geta komið og kynnt sér evrópusamstarf, evrópustyrki, og rætt við sendiherra Evrópusambandsins, Clöru Ganslandt, sem verður með í för.

Sendiherra mun spjalla við íbúa  og funda með fulltrúum sveitarfélaga um EES-samstarfið, þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsverkefnum. Einnig mun hún heimsækja Byggðastofnun og Háskólann á Akureyri.

Heimsóknin á Akureyri mun eiga sér stað í Hofi næstkomandi þriðjudag, þann 17. september. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook viðburði heimsóknarinnar með því að smella hér

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu RANNÍS þar sem einnig segir eftirfarandi:

Frá árinu 2000 hefur um rúmum 300 milljónum evra (45 milljörðum íslenskra króna) verið úthlutað í styrki á vegum Evrópusambandsins á Íslandi, þar af hefur 1,3 milljörðum verið úthlutað til verkefna á Vesturlandi, 670 milljónum króna til verkefna á Norðurlandi vestra, og 2,5 milljörðum króna til verkefna á Norðurlandi eystra.

Hér er hægt að skoða gagnvirkt kort sem sýnir yfirlit þessara styrkja, skipt eftir landshlutum og sveitarfélögum.

Sambíó

UMMÆLI