Handboltalið KA/Þór er mætt til Elche á Spáni þar sem stelpurnar mæta heimaliði Elche tvívegis í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Leikirnir fara fram um helgina, á laugardag og sunnudag.
Rétt eins og í síðasta einvígi munu stelpurnar spila báða leikina á útivelli. Það kom ekki að sök síðast þegar er meistararnir frá Kósóvó, KHF Istogu, voru lagðir tvívegis að velli.
Liðið þurfti að ferðast í 26 klukkustundir til að komast til Kósóvó en ferðalagið var töluvert þægilegra í þetta sinn. Elche er skammt frá Alicante á Spáni. Mótherjarnir í Elche eru ríkjandi bikarmeistarar í heimalandinu og má því búast við krefjandi verkefni.
Leikirnir hefjast klukkan 11:00 á íslenskum tíma á laugardag og sunnudag. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Youtube rás Elche.
UMMÆLI