Evrópsk samgönguvika á Akureyri

Evrópsk samgönguvika hefst á Akureyri á laugardaginn. Samgönguvikan er átaksverkefni sem á að stuðla að bættum samgöngum í borgum og bæjum í Evrópu. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Yfirskrift átaksins er að þessu sinni „Förum lengra – samferða“ og verður efnt til ljósmyndasamkeppni á Akureyri þar sem þema myndanna á að vera „samferða“. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir bestu myndina. Fólk sem vill freista gæfunnar ætti að senda myndir á netfangið samak@akureyri.is eða merkja þær með #samak17 á Instagram og Facebook.

Dagskrá samgönguvikunnar á Akureyri er þessi:

  • Laugardagur 16. september kl. 12.30: Hjólaferð fjölskyldunnar. Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að ráðhústorgi. Lestarstjórar verða frá öllum grunnskólunum; Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Glerárskóla, Síðuskóla, Oddeyrarskóla og Giljaskóla. Dagskrá hefst á Ráðhústorgi kl. 13.30. Þar verður kynning á hjólum og hjólaleiðum á vegum hjólreiðafélags Akureyrar, sýning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum, börnin fá að skreyta göturnar og torgið, og loks verður boðið upp á myndatöku fyrir þá sem vilja fá mynd af sér í bílstjórasæti strætó.
  • Sunnudagurinn 17. september: Hjólreiðamót fyrir börnin við Minjasafnið. Hjólreiðafélag Akureyrar heldur skemmtilegt hjólreiðamót fyrir börnin. Rásmark er við Minjasafnið og hjólað við tjörnina. Keppni hefst kl. 13.00 og keppt er í aldursflokkunum: 5-­7 ára, 8-­10 ára, 11­-13 ára og 14­-16 ára.
  • Þriðjudagurinn 19. september: Göngu­ og fræðsluferð um fólkvanginn í Krossanesborgum. Gangan hefst kl. 17.30 á bílastæði norðan við Byko.
  • Fimmtudagurinn 21. september: Bíllausi dagurinn. Alltaf er frítt í almenningssamgöngur innanbæjar og nú verður farþegum boðið upp á bækur og blöð til lestrar í almenningsvögnum bæjarins. Íbúar á Akureyri eru hvattir til að leggja bílnum og ferðast frítt um allan bæ frá morgni til kvölds án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða eldsneytiskostnaði. Úrslit ljósmyndasamkeppni kunngjörð.
  • Föstudagurinn 22. september: Stæðaæði (park(ing) day). Bílastæði í göngugötu eða Skipagötu fær nýtt hlutverk og verður breytt í reiðhjólastæði og hugsanlega lítinn almenningsgarð.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó