Eva Wium í landsliðshópi Íslands

Eva Wium í landsliðshópi Íslands

Körfuboltakonan Eva Wium Elíasdóttir sem spilar með Þór á Akureyri er hluti af 15 manna landsliðshópi Íslands fyrir undankeppni EuroBasket. Eva hefur áður leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland. Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Ísland mun leik tvo heimaleiki í þessum landsliðs glugga. Báðir leikir fara fram í Ólafssal í Hafnarfirði. Síðustu tveir leikir í riðlinum verða svo leiknir í febrúar.

Ísland-Slóvakía fimmtudaginn 7. nóvember kl 19:30

Ísland-Rúmenía sunnudaginn 10. nóvember kl 17:00

„Við óskum Evu til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu,“ segir í tilkynningu á vef Þórsara.

Mynd: Palli Jóh/thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó