Eva María valin íshokkíkona ársins

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Eva María Karvelsdóttir var valin íshokkíkona ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eva spilar með Ásynjum í Skautafélagi Akureyrar og hefur um árabil spilað með landsliði Íslands.

Á heimsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri í febrúar á þessu ári var Eva María valin besti varnarmaður móstins.

Í tilknningu frá Íshokkísambandi Íslands segir: „Eva María er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Eva María er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó