Það er ákveðið áhyggjuefni hjá þjóðinni að íslenska tungumálið muni ekki varðveitast. Með tilheyrandi enskuslettum og lélegri stafsetningu eru sífellt færri sem hafa vald á móðurtungunni. Kaffið tók saman nokkrar mjög algengar stafsetningar- og málfræðivillur sem verður hreinlega að útrýma.
Villur eru vinstra megin, rétt orð og setningar hægra megin feitletrað.
Það var sótt mig – Ég var sótt
Þúst – Þú veist
Einhvað – Eitthvað
Það var sagt mér – Mér var sagt
Víst að þetta gerðist – Fyrst að þetta gerðist
Mig hlakkar til – Ég hlakka til
Mér fynnst – Mér finnst
Lambið er frosnað – Lambið er frosið
Ég vill – Ég vil
Eitthver – Einhver
Það var spurt mig – Ég var spurð/ur
Ég var bara að spurja – Ég var bara að spyrja
Henni langar – Hana langar
Leita af – Leita að
Aldrey eða alldrey – Aldrei
Eiilega – Eiginlega
Talva – Tölva
Ástæðan af hverju – Ástæðan fyrir því
Það var lamið mig – Ég var lamin/nn
Fyrir bakvið mig – ha? – Bakvið mig
Hengur – Hangir
Soldið og doldið – Svolítið og dálítið
Það var bannað mér – Mér var bannað
Það var ekki leyft okkur – Okkur var ekki leyft
UMMÆLI