NTC

Ert þú 16-20 ára og vilt fara til Danmerkur?

Krakkar á vinabæjarmótinu í fyrra á Akureyri. Mynd: akureyri.is

Akureyrarbær auglýsir leit að 17 hressum krökkum sem hafa áhuga á leiklist, dansi, söng, tónlist, myndlist, matargerð eða öðrum þroskakostum og vilja nýta hæfileika sína til að prófa eitthvað nýtt. Ástæðan er norrænt vinabæjarmót ungmenna sem kemur til með að verða haldið í Randers í Danmörku frá 25. júní til 1. júlí í sumar.
Á mótið fer ungt fólk frá Akureyri, Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð ásamt heimamönnum þar sem unnið verður að sameiginlegum spennandi og skapandi verkefnum.

Ef þú ert á aldrinum 16-20 ára og ert ævintýragjarn, þá gæti þetta vera tækifæri fyrir þig.
Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2017. Umsóknareyðublað er hér.

Lögheimili á Akureyri er skilyrði en nánari upplýsingar veitir Linda Björk Pálsdóttir í netfanginu lindabjork@akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó