Sýningin Error Code opnar í Deiglunni á föstudaginn. Gestalistamaður Gilfélagsins mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
Grundvöllur manneskjunnar er að gera mistök, því af mistökum lærum við nauðsynlegar aðferðir við að ná tökum á daglegu lífi, í gegnum alla ævina.En eins og við vitum er lífið stundum flókið, mannkynið hefur þægilegar hliðar, sýnir jafnvel nokkur merki um leti, þess vegna fundum við upp vélar til að hjálpa okkur.
Tölva er aðeins jafn góð og forritarinn sem bjó til hugbúnaðinn, og svo vitnað sé í bróður minn sem er forritari: „tölva gerir aldrei mistök, aðeins menn gera mistök“. Annar lærdómur. Þrátt fyrir þróunina gerir það okkur hjálparvana þegar skyndilega birtist kerfisvillukóði á skjánum og ekkert glamr á lyklaborðið virðist leysa vandamálið. En við erum heppin, við erum með Google. Búin visku guðs og hraðari en ljóshraðinn. En hversu þróað er það? Er það galli í tækninni eða galli á mannkyni?
Sýningin „Error Code“ í Deiglunni, í samstarfi við Marcell Naubert, sýnir aðra hlið á þessari þróun. Að upplifa og gera mistök er manneskjunni nauðsyn, í því felst fegurð og næmni sem ber að meta óháð því í hvaða átt mannkynið stefnir, að óviðkomandi fullkomnun.
Nándor Angstenberger er gestalistamaður Gilfélagsins í októbermánuði. Hann er fæddur 1970 og stundaði nám í Stuttgart og Hamburg. Hann býr og starfar í Berlín í Þýskalandi.
Villumelding
Gestalistamaður Gilfélagsins Nándor Angstenberger, ásamt Marcell Naubert
Föstudagur 29. október kl. 16 – 21 / Opnunarhóf
Laugardagur 30. október kl. 14 – 20
Deiglan, Listagili
UMMÆLI