Kolbrún Símonardóttir íbúi á Siglufirði skrifað eftirfarandi pistil inni á facebook síðu sinni.
Góðan dag kæru samborgarar í dag vaknaði ég glöð í bragði veðrið er yndislegt aldrei þessu vant hérna á Siglufirði eftir óveður nær samfellt í nánast allan vetur en gleðin stóð ekki lengi ég opnaði netmiðlana í morgun sem oftar og fékk nánast taugaáfall yfir því sem við blasti, fólk að flykkjast hingað til bæjarins í páskafrí !
Er þetta fólk algjörir afglapar? hvurslags hugarfar býr með því fólki sem virðir hvorki tilmæli né lög ég spyr? það eru nefnilega til sóttvarnarlög sem seiga að fólk eigi að gæta varkárni á svona stundum og svo er líka ákvæði í þeim lögum sem skylda alla til að koma til aðstoðar ef stjórnvöld boða svo að viðlögðum sektum ef ekki er hlýtt því boði og síðast en ekki síst hvað verður ef hérna brýst út hópsýking hver á að sinna því. Ætla þessir ferðamenn að gera það ef allt verður ófært bæði á sjó, landi og lofti eins og hefur verið veruleikinn í vetur dögum og vikum saman og hvers á viðkvæmt fólk að gjalda á bara að loka það inni svo ferðamenn geti sprellað hérna um allar grundir. Ég hélt að bæjarbúar ættu frekar rétt á því að ganga hér um götur og geta sinnt aðdráttum fyrir utan það að heilsugæslan hérna er ekki í stakk búin til að taka á því ástandi sem getur orðið á þetta litlum stað.
Ætla ferðamenn og frístunda íbúar að færa okkur „aumingjunum” matinn heim er það ekki í boðskap páskahátíðarinnar hugsa um sinn minnsta bróður?
Mér finnst að fólk eigi að hugsa sinn gang áður en það æðir útum borg og bý og hlíða Víði og lögum en á þetta lið enga viðkvæma aðstandendur? er það kannski að vermda þá með því vera fjarri þeim en smita frekar „landsbyggðarlýðinn”
Ég læt þetta duga í bili vona að þessi skrif mín hristi aðeins upp í hausnum á þessum heimskingjum sem halda að þeir séu ósnertanlegir.
Lifið heil og heilbrigð. Gleðilega páska.
UMMÆLI