Framsókn

Er Akureyri borg?

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi var gestur í þættinum Aðförin á Kjarninn.is í gær. Aðförin er hlað­varps­þáttur um skipu­lags­mál.

Þar fór Logi yfir nýtt aðalskipulag sem skipulagsvöld Akureyrar lögðu fram á dögunum. Logi Már er arkitekt og hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum Akureyrar.

Sjá einnig: 100-150 nýjar íbúðir á Akureyrarvöll

Kaffið.is hefur fjallað töluvert um nýtt aðalskipulag undanfarnar vikur en í því er lögð áhersla á þéttingu byggðar. Logi segir í Aðförinni að hann telji farsæla og skynsamlega þéttbýlismyndun gríðarlegt hagsmunamál í dag.

Hann segir að þó Akureyri sé lítill bær séu sömu vandamál uppi þar og í Reykjavík og enn stærri borgum varðandi samgöngur og þéttbýli. „Akureyri byggist upp í grunninn eins og evrópskur þéttur bær og við þurfum að ná því til baka. Ef Akureyri væri jafn þéttbyggð og meðal bær í Evrópu myndi hún öll rúmast fyrir á Eyrinni.“

Sjá einnig: Krossanes eftirsótt íbúðarsvæði

Logi talar meðal annars einnig um Glerárgötuna og hvernig hún hafi slitið Eyrina frá miðbænum á sínum tíma þegar henni var fjölgað í 4 akreinar, flugvöllinn í Vatnsmýri og áhrif sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu Friends á viðhorf fólks til þéttbýlis.

Hægt er að hlusta á samtal Loga við umsjónarmenn Aðfarinnar Guð­mund Krist­ján Jóns­son, aðstoð­ar­mann sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Magneu Guð­munds­dótt­ir, vara­for­mann umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar hér.

 

 

VG

UMMÆLI

Sambíó