Martraðabyrjun Þórsara í Inkasso-deildinni í fótbolta heldur áfram en liðið tapaði með minnsta mun fyrir Þrótti Reykjavík þegar liðin mættust í Laugardal í dag.
Sigurður Marinó Kristjánsson kom Þórsurum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu.
Þróttarar jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og tókst svo að knýja fram sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 fyrir Þrótti og Þórsarar því enn án stiga eftir þrjár umferðir.
Þróttur R. 2 – 1 Þór
0-1 Sigurður Marinó Kristjánsson (’45)
1-1 Víðir Þorvarðarson (’51)
2-1 Hlynur Hauksson (’89)
UMMÆLI