A! Gjörningahátíð

Enn og aftur leitað að nýjum rekstraraðila til að sjá um veitingarekstur í Hofi

Enn og aftur leitað að nýjum rekstraraðila til að sjá um veitingarekstur í Hofi

Menningarfélag Akureyrar leitar nú að nýjum rekstaraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi. Veitingarekstur í Hofi hefur verið í höndum Garún Bistro Bar síðan vorið 2022.

Áður en Garún Bistro Bar tók við rekstrinum sá Barr Kaffihús um reksturinn en Barr lokaði í janúar árið 2022. Veitingastaðurinn 1862 Bistro var í Hofi frá árinu 2010 til 2019 en síðan þá hefur reynst erfitt að halda sama rekstraraðila í einhvern tíma.

„Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Í Hofi fer fram metnaðarfullt menningarstarf, þar er Menningarfélag Akureyrar með skrifstofur sínar og starfsemi ásamt Tónlistarskólanum á Akureyri, og hönnunarversluninni Kistu. Í Hofi er glæsileg aðstaða fyrir tónleika, veislur, fundi og ráðstefnur. Þar er fullbúið eldhús og góð aðstoða til veitinga- og kaffihúsareksturs. Úr veitingarýminu er fallegt útsýni til suðurs yfir Pollinn,“ segir í auglýsingu Menningarfélagsins.

Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi ásamt tilboði í leigu á aðstöðinni. 

Kröfur til rekstaraðila:

  • Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
  • Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum, fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi. 
  • Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi. 

Upplýsingar veitir Eva Hrund Einarsdóttir framkv. stjóri Menningarfélags Akureyrar eva@mak.is 

Umsóknir sendist fyrir 25. janúar á netfangið umsoknir@mak.is

Sambíó

UMMÆLI