Von er á suðlægum áttum og hlýjindum á norðaustanverðu landinu næstu daga. Teitur Arason, veðurfræðingur, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að hitamet ársins gæti verið slegið á miðvikudag.
Heitasti dagur ársins var þann 20 júlí á Akureyri en þá fór hitinn upp í 27,5 stig. Teitur segir hins vegar að mögulega munu mælar fara upp í 28 gráður á norðaustanverðu landinu á miðvikudaginn.
Sjá einnig: Meðalhitinn á Íslandi aldrei hærri en í júlí á Akureyri
„Við gætum séð hlýjasta dag ársins núna á miðvikudag. Þá er nokkuð ákveðin sunnanátt sem heldur aftur af hafgolu á norðaustanverðu landinu. Sólin ætti því að skína þar glatt og við gætum séð allt að 28 gráður á mælum, “ segir Teitur í hádegisfréttum RÚV.
UMMÆLI